Frequently Asked Questions
Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er júní oftast besti mánuðurinn fyrir gönguferðir í Cornwall, Devon og Dorset. Í þessum mánuði er almennt hlýtt (16-21°) og að meðaltali 7 sólarstundir á dag.
Fyrst og fremst leggjum við áherslu á skemmtun og upplifun í þessari ferð og hvetjum því alla farþega að stunda reglulegar æfingar og göngur fyrir ferðina. Það er ánægjulegt að hreyfa sig og eins njóta þátttakendur ferðarinnar mikið betur ef þeir eru í góðu formi.
Fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að betri heilsu, þá mælum við með reglulegum gönguferðum og að þið náið því markmiði að geta gengið svipaðar gönguleiðir með tilliti til lengdar göngu og hækkun/lækkun samkvæmt ferðalýsingu.
Ef einhver hefur ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir göngur ferðarinnar þá munu fararstjórar ráðleggja viðkomandi að sleppa einhverjum degi eða dögum, eða kafla á ákveðnum gönguleiðum. Í stað göngu er hægt að nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í léttari göngur á eigin vegum
Gönguleiðin er meðfram strandlengju þar sem farið er upp og niður víkur á fjölbreyttum göngustígum. Undirlagið er aðallega mold og möl og stundum er gengið á grasi, malbiki, smáu grjóti og einstaka sinnum í stórgrýti.