Rútuferð
Suður-England & Normandí (30. ágú)
30. ágúst - 7. september 2025
Hrólfur sonur Rögnvalds Mærajarls var mikill víkingur. Hann var svo mikill maður vexti að enginn hestur mátti bera hann og gekk hann því hvert sem hann fór. Hann var kallaður Göngu-Hrólfur. Hann herjaði á strönd Frakklands og eignaðist jarlsríki mikið og byggði það Normönnum. Það ríki var nefnt Normandí.
Í þessari ferð kynnum við okkur sögu Normandí, einkum þann atburð er gerðist 1066 þegar Vihjámur Sigursæli afkomandi Göngu-Hrólfs gerði innrás í England og náði að leggja það undir sig.
Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Hvað er innifalið
- Áætlunarflug með Icelandair KEF- LHR
- Áætlunarflug með Icelandair CDG -KEF
- Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
- Flugvallarskattar
- Gisting í 8 nætur með morgunverði
- 6 kvöldverðir
- Drykkur með mat á degi 7
- Allur akstur skv. dagskrá
- Ferja frá Dover til Calais
- Aðgangseyrir í Stonhenge
- Aðgangseyrir í Battle Hastings
- Aðgangseyrir í lista-& sögusafnið MAHB
- Aðgangseyri í Calvados Experience
- Íslensk fararstjórn
- Skattar & tryggingargjöld
Ekki innifalið
- Ferðatryggingar
- 2 kvöldverðir
- Hádegisverðir
- Drykkir með mat
- Þjórfé fyrir rútubílstjóra

Fararstjóri
Snorri Guðmundsson

Fararstjóri