Ferðin mín

Rútuferð

SV-England (1. jún)

1. - 8. júní 2024
Heillandi ferð til Suðvestur- Englands þar sem gist er í 2 nætur í Bath, 2 nætur í St Ives, 2 nætur í Torquay á Ensku Riverunni og 1 nótt í Salisbury.

Farið verður á slóðir Doc Martin og Poldark, heimsækjum The Roman Baths, St Michaels Mount, Land´s End og hið einstaka útileikhús Minach Theatre svo eitthvað sé nefnt.

Þá verður einnig frjáls tími til að skoða sig um, auk þess sem við heimsækjum einhverjar merkustu steinaldarmynjar sem finnast á Bretlandseyjum, Stonehenge.
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)
SV-England (1. jún)

Ferðaáætlun

Menningarferð til Suðvestur-Englands

Flug FI450 með Icelandair frá Keflavík kl. 07:40 og lent kl. 11:45. Fararstjórar taka á móti hópnum á London Heathrow og ekið til Bath þar sem gist verður fyrstu 2 næturnar á Hotel Indigo.

Bath er af mörgum talin ein fallegasta borg Bretlands. Hún er stærsta borg Somerset sýslu með um 90.000 íbúa. Borgin er þekkt fyrir rómversku baðhúsin og Georgískan arkitektúr.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

3 tímar & 15 mín
Kvöldverður

Morgunverður á hóteli milli kl. 08:30 og 09:30.

Kl. 09:45 hittist hópurinn fyrir utan hótelið og gengið er í ca. 5-10 mín að rómersku baðhúsunum (The Roman Baths) sem er einn af vinsælustu viðkomustöðum á svæðinu. Eftir heimsóknina þar tekur við frjáls tími til að skoða sig um og versla í borginni.

Skammt frá baðhúsunum er klaustrið Bath Abbey sem er tilvalið að kíkja í á frjálsa tímanum, en þar hefur verið trúarmiðstöð í 1300 ár.

Í Bath er eins að finna Jane Austen Centre, en rithöfundurinn heimsfrægi bjó í Bath í upphafi 19. aldar og var hún fræg fyrir sögur sínar um mið- og yfirstéttarkonur. Frægasta verk hennar er Hroki og hleypidómur (Pride and Prejudice) sem kom fyrst út árið 1813.

Í Bath er mikið úrval af veitingastöðum. Einnig er hægt er að borða á hótelbarnum eða veitingastað hótelsins fyrir þá sem vilja.

Morgunverður á hóteli milli kl. 07:30 og 08:30.

Kl. 09:00 til St Ives þar sem gist verður næstu 2 nætur á Tregenna Castle.

St Ives sem er afar fallegur og vinsæll sjávarbær á vesturströnd Cornwall. Margir listamenn hafa alið manninn í St Ives, og þar er t.d. að finna útibú frá hinu heimsfræga Tate safni, Tate St Ives.

Við komu á hótel verður boðið upp á göngu niður í miðbæ fyrir þá sem vilja. Aðrir geta tekið leigubíl eða hafa það huggulegt á hótelinu.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

4 tímar
Kvöldverður

Morgunverður kl. 07:30.

Kl. 09:00 er ekið til Marizion en þar ætlum við að taka bát yfir til eyjarinnar St Michael´s Mount. Þar verður frjáls tími til að skoða sig um eyjuna og heimsækja kastalann þar.

Eftir það keyrum við til Lands' End sem er eitt þekktasta kennileiti Bretlands. Þar getur fólk farið í hádegisverð og skoðað sig um. Kjörið að láta taka mynd af sér við hið fræga Lands' End skilti. Á góðum degi er útsýni yfir til Scilly eyja, sem eru staðsett 45 km vestur af stöndinni.

Síðan ökum við til Minack Theatre og þar munum við skoða hið einstaka útileikhús sem er byggt í stórbrotnu landslagi á klettóttri ströndinni.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

Kvöldverður

Morgunverður kl. 07:30.

Kl. 09:00 er ekið til Port Issac sem er heillandi fiskiþorp á norðurstönd Cornwall, frægt fyrir að vera sögusvið Doc Martin sjónvarpsþáttanna sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim.

Kl. 11:00 er boðið upp á gönguferð um bæinn í fylgd heimamanna, sem munu fræða okkur um sögu bæjarins og allt sem þið viljið vita um Doc Martin þættina. Að loknum göngutúrnum verður boðið upp á hádegisverð í bænum og síðan er frjáls tími.

Kl. 14:00 er ekið til Torquay sem er vinsæll ferðamannastaður á Ensku Riverunni í Devon og þar er gist á Grand Hotel næstu 2 nætur.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

3 tímar
Hádegis- & kvöldverður

Morgunverðarhlaðborð frá kl. 07:30.

Ekið til Brixham, sem er afar fallegur strandbær. Þar verður frjáls tími til að skoða sig um. Að því loknu verður boðið upp á hádegisverð á vinsælum sjávarréttarstað.

Ekið aftur heim á hótel og eftir það er frjáls eftirmiðdagur og kvöld. Hægt er að borða á hótelbarnum eða veitingastað hótelsins fyrir þá sem vilja.

1 tími alls
Hádegisverður

Morgunverðarhlaðborð frá kl. 07:30.

Kl. 09:00 er ekið til Stonehenge og steinahringurinn skoðaður. Eftir það liggur leiðin til Salisbury þar sem gist er á The Red Lion Hotel. Frjáls eftirmiðdagur í Salisbury.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

3 tímar
Kvöldverður

Morgunverður kl. 06:30.

Kl. 08:00 er ekið á London Heathrow. Flug FI451 með Icelandair til Keflavíkur kl. 13:05 og lent kl. 15:15.

2 tímar
3 tímar & 15 mín

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair KEF-LHR
 • Áætunarflug með Icelandair LHR-KEF
 • Ein taska hámark 23kg 10kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gisting með morgunverði í 7 nætur
 • 5 kvöldverðir
 • 2 hádegisverðir
 • Allur akstur skv. dagskrá
 • Gönguferð með heimamanni í Port Isaac
 • Aðgangseyrir í Roman Baths
 • Aðgangseyrir í St. Michael´s Mount kastala
 • Aðganseyrir í Minack Theatre
 • Aðganseyrir í Stonehenge
 • Íslensk fararstjórn
 • Skattar og lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • 2 kvöldverðir
 • 5 hádegisverðir
 • Ferðatryggingar
 • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur, en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Margrét Snorradóttir

Margrét, eða Magga eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún fluttist til Skotlands árið 2010 og lauk prófi í ferðamálafræði frá Glasgow háskóla. Í dag sér hún um rekstur Skotgöngu ásamt foreldrum sínum, þeim Ingu og Snorra.

Ferðaþjónusta á hug hennar og hjarta. Þau Gary Arthurs, eiginmaður hennar, reka jafnframt fyrirtækið Caledonian Chauffeur Travel sem býður hágæða sérferðir um Skotland fyrir 2-7 farþega.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er almennt hlýtt í júní á þessu svæði (16-21°) og að meðaltali 7 sólarstundir á dag.

Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta. Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu. 

Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þeir sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.

Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).

Hleðslutæki – fyrir síma

Fatnaður – af ýmsum toga. Mikilvægt að hafa með þægilega skó.

Annað – eins er gott að koma með sundföt og litla regnhlíf.

Á flestum stöðum er tekið við kortum en ágætt að vera með einhverja seðla á sér. T.d. þá söfnum við saman þjórfé fyrir bílstjóra í lok ferðar (£10 á mann).

Þau sem eiga gjaldeyri heima (pund), þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla.

Hotel Ingigo Bath**** (2 nætur)

Á hótelinu er líkamsrækt, bar & veitingastaður. Herbergin eru með baðherbergi með sturtu/baði, loftkælingu, skrifborði, sjónvarpi, öryggishólfi, hárblásara, strauborði & straujárni, kaffi & te aðstöðu, náttslopp og inniskó.

Ókeypis internetaðgangur er á hótelinu.

Tregenna Castle St Ives**** (2 nætur)

Á hótelinu er veitingastaður, bar, innisundlaug, útisundlaug og heilsulind.  Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu, sjónvarpi, hárblásara og hitakatli.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.

Grand Hotel Torquay**** (2 nætur)

Á hótelinu er veitingastaður, bar, innisundlaug, útisundlaug og heilsulind.  Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu, sjónvarpi, hárblásara og hitakatli.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.

 

Red Lion Hotel Salisbury **** (1 nótt)

Hótelið er staðsett í hjarta Salisbury í stuttu göngufæri frá helstu kennileitum borgarinnar. Herbergin eru með baðherbergi með sturtu og eða baði, sjónvarpi, skrifboði, hárblásara, hitakatli, strauborði og straujárni.

Hótelið býður upp á frítt internet.

Þeir sem eiga erfitt með gang skulu upplýsa okkur við fyrsta tækifæri þ.a. við getum sent inn beiðni á gististaði. Vinsamlegast athugið að á einhverjum gististöðum eru engar lyftur og engin herbergi á jarðhæð.

Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.

Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst. 

Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.