Ferðin mín

Gönguferð

Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)

15. - 22. júlí 2024

Í þessari einstöku ferð er gengið um einhverja fallegustu staði Alpanna í Austur-Týról (Austurríki) og Suður-Týról (Ítalía). Við munum í lok ferðar dvelja í 2 nætur við Garda vatn.

Alparnir með Dólómítanna hafi það orð á sér að vera eitt mesta sköpunarverk veraldar og bjóða upp á eitthvert fallegasta fjallalandslag sem til er, með lóðréttum klettaveggjum og miklum fjölda af þröngum, djúpum og löngum dölum og munum við upplifa þessa dásemd í ferðinni.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (15. júl)

Ferðaáætlun

Gönguferð í Austur-Týról (Austurríki) og Suður-Týról (Ítalíu)

Flug FI532 til Munchen kl. 7:20. Lending 13:05. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum í Munchen. Ekið þaðan til Lienz, höfuðborgar Austur-Týrol, en þar gistum við fyrstu 2 næturnar í ferðinni á Vergeiner's Hotel Traube****.

Sameiginlegur kvöldverður.

3 tímar & 45 mín
4 tímar

Ökum frá hótelinu okkar inn í Kristeiner dalinn.

Ganga dagsins byrjar í 1400 m hæð og er gengið í afar fallegu umhverfi inn í botn dalsins. Þar tekur við nokkuð brött ganga upp með Celar fossi. Hægt er að ganga auðveldari leið fyrir þá sem vilja. Þegar upp er komið, komum við að fjallaskálanum Celar Alm í 1790 m hæð, en þar munum við snæða hádegisverð. Göngum síðan auðveldari leiðina niður í dalinn aftur þar sem við verðum sótt og ekið til baka til Lienz.

Frjálst síðdegi og kvöld.

7,5 km – hækkun 400 m/ lækkun 250 m
Hádegisverður

Við tékkum út af hótelinu okkar í Lienz og ökum 30 mínútur upp að fjallshrygg sem kallast Lienz Dólómítarnir.

Gangan hefst í 1.600 m hæð við Dolomitenhutte, einn mest myndaða fjallaskála í Evrópu. Við göngum undir háum klettum Dólomítanna á malarvegum til að byrja með en þegar ofar dregur verða stígarnir stórgrýttari. Göngum upp að Laserzee vatni sem er rómað fyrir fegurð. Þar verður boðið upp á hádegisverð í Karlsbader fjallaskálanum áður en gengið er til baka.

Síðan ökum við yfir ítölsku landamærin til Santo Stefano, sem er lítill bær í Suður Týról. Þar munum við gista næstu 3 nætur á Hotel Mühlgarten****.

12 km – hækkun/ lækkun 660 m
Hádegis- & kvöldverður

Við ökum upp að hinum frægu Drei Zinnen (tindunum þremur) og göngum hringleið í kringum tindana. Þetta er talin vera ein fallegasta gönguleið Dólomítanna vegna tilkomumikils landslags og eru tindarnir 3 tákn svæðisins.

Gengið er á breiðum malarstigum, moldar og grýttum stígum á kafla. Á leiðinni snæðum við hádegisverð í fjallaskála. Ökum síðan til baka á hótelið í Santo Stefano.

8 km - hækkun/ lækkun 250 m
Hádegis- & kvöldverður

Ökum til Sexten sem er lítið þorp í 1350 m hæð. Þar tökum við skíðakláf upp til Helm í 2070 m hæð. Göngum á topp Mount Elmo en þar er fjallasýnin til allra átta hreint út sagt stórfengleg. Síðan göngum við niður að Helm fjallaskálanum og snæðum þar hádegisverð. Tökum skíðakláfinn niður til Sexten og ökum síðan til baka á hótelið okkar.

7,5 km – lækkun 370 m
Hádegis- & kvöldverður

Tékkum út af hótelinu okkar og ökum til Lago di Braies (Pragser Wildsee). Þetta fagurbláa fjallavatn er talinn vera einn af fegurstu stöðum Týról og oft kölluð Perla Alpanna.

Gengið kringum Braies vatnið og tekur gangan með myndastoppum sem verða all mörg um 1 klst og 30 min. Að göngu lokinni er frjáls tími til að skoða sig um og snæða hádegisverð.

Kveðjum Týról og ökum suður á bóginn til Lake Garda, en þar munum við gista síðustu 2 næturnar í ferðinni á Hotel Savoy Palace****.

3,7 km
Kvöldverður

Gardavatn er einn vinsælasti ferðamannastaður á Norður Ítalíu. Hótelið okkar er í Gardone, litlum bæ á vesturströnd Gardavatns.

Í dag er frjáls dagur til að skoða sig um, synda eða sigla á Gardavatni, slaka á við sundlaug hótelsins eða jafnvel heimsækja Sirmione sem er afar fallegur bær við suðurstönd vatnsins.

Ekið til Mílan Malpensa flugvallar. Flug FI591 kl. 15:45 til Keflavíkur. Lending kl. 18:00.

2 & 1/2 tími
4 tímar & 15 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug Icelandair KEF-MUC
  • Áætlunarflug Icelandair MXP-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 6 kvöldverðir
  • 4 hádegisverðir
  • Aðgangseyrir í skíðakláfa
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Íslensk fararstjórn
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Ferðamannaskattur
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 1 kvöldverður
  • 3 hádegisverðir
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðal leiðsögumanns
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Hitastig í fjöllunum getur verið ófyrirsjáanlegt, sérstaklega í mikilli lofthæð. Í júlí er meðalhiti í Dólómítafjöllunum 21- 24° á daginn.

Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Á köflum er einnig gengið í grýttum jarðveg og á grasi. Eins er gengið á malbiki hringin í kringum Lago di Braies.

Það er hægt að ganga hluta af öllum dagleiðum. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Vergeiner's Hotel Traube**** (2 nætur)

Fjölskyldurekið hótel síðan 1860 á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Hótelið býður upp á heilsulind á efstu hæð með stórkostlegu útsýni yfir fjöllin.

Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu eða baði, skrifborði, sjónvarpi, örggishólfi, hárblásara, viftu og sloppum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

 

Hotel Mühlgarten**** (3 nætur)

Hið fjölskyldurekna Mühlgarten Hotel er aðeins 2 km frá miðbæ San Lorenzo og býður upp á hefðbundin herbergi með fjallaútsýni, garði með útihúsgögnum og verönd og heilsulind.

Herbergin eru innréttuð í hlýlegum alpastíl og eru þau með sturtu eða baði, hárblásara, náttsloppi, inniskóm. skrifborði, öryggishólfi, sjónvarpi og minibar.

Hótelið býður upp á frítt internet.

 

Hotel Savoy Palace**** (2 nætur)

Hótelið býður m.a. upp á útisundlaug, líkamsrækt og veitingastað. Í heilsulind Savoy er gufubað og tyrknekt bað. Eins er í boði nudd gegn auka gjaldi.

Herbergin eru loftkæld, með minibar og fullbúnu sérbaðherbergi. Á herbergjunum er einnig að finna öryggishólf, skrifborð, sjónvarp og hárblásara.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu

Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum

Evrópska sjúkratryggingakortið - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).

Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu 

Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó.

Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.

Bakpoki – það nægir að koma með 20- 25l poka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og léttan fatnað t.d. regnslá/ peysu.

Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með.  Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.

Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.

Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá) ef ske kynni að rignir.

Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50.  Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun.

Sjúkraveski – Verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.

Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma og veski, sundföt og góða skapið.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með VITA/ Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina meö röngu nafni, getur gefur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þáttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.

Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.