Windermere Way (7. júl)
Vatnahéraðið er í fjalllendi í norðvesturhluta Englands og nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna og útivistarfólks, enda af mörgum talið fegursta svæði landsins. Þar er að finna hæstu fjöll og stærstu og dýpstu vötn Englands.
Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Gönguferð í kringum Lake Windermere
Flug FI 440 kl. 08:00 með Icelandair til Manchester og lent kl. 11:40. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum og við tekur akstur til Bowness-on-Windermere. Gist er á Burn How Garden House allar nætur ferðarinnar.
Sameiginlegur kvöldverður Village Inn kl. 19:30.
Morgunverður milli kl. 08:00 og 10:00.
Kl. 10:00 göngum við að ferjuhöfninni við Bowness. Siglt þaðan yfir þvert vatnið til Ferry House. Þaðan er gengið til Lakeside sem er við suðurenda vatnsins. Þetta er þægileg dagleið þar sem er að mestu gengið við vatnið. Eftir göngu er hægt að fá sér drykk áður en við ökum til baka á hótelið.
Morgunverður milli kl. 08:00 og 10:30.
Kl. 10:30 er ekið til Gummers How við suðurenda Lake Windermere. Þaðan göngum við til Bowness. Gengið er í gróðursælum hlíðum, mest gengið á skógarstígum og er seinasti spölurinn í nálægð við vatnið. Þar má sjá mikið af glæsilegum húsum og blómaskreyttum görðum Bowness.
Morgunverður milli kl. 08:00 og 09:00.
Kl. 9:00 er gengið til Windermere sem er stærsti bærinn við vatnið. Þaðan höldum við til Orrest Head, sem er stórkostlegur útsýnisstaður yfir vatnið. Eftir það er gengið um fagurgrænar sveitir til Ambleside. Fáum okkur drykk á sveitakrá áður en við siglum til baka til Bowness.
Sameiginlegur kvöldverður á Boardwalk Bowness kl. 20:00.
Morgunverður milli kl. 08:00 og 09:00.
Kl 09:00 er safnast saman við hótelið og gengið niður á ferjuhöfnina. Þaðan er ekið til Ambleside og göngum þar upp Loughrigg Fell og niður til Skelwith Bridge. Eftir nestisstopp tökum við síðasta áfangann í að loka Windermere Way hringnum til Ferry House þar sem við tökum ferjuna yfir til Bowness.
Morgunverður milli 08:00 og 10:00.
Kl. 10:00 er ekið til Grasmere þar sem lokagangan í ferðinni hefst. Gengið til Ambleside þar sem fólk hefur síðan frjálsan tíma í þeim fallega bæ áður en haldið er heim á hótel.
Morgunverður milli 08:00 og 10:30.
Frjáls dagur í Bowness. Hægt er að skella sér í vatnið og synda, kíkja í verslanir, heimsækja Betrix Potter, Holehird blómagarðinn eða bara hafa það huggulegt á hótelinu Einnig er hægt að fara í dagsferðir í nærliggjandi bæji s.s. Kendal og Keswick.
Sameiginlegur kvöldverður á The Ro Hotel kl. 19:30.
Morgunverður milli 07:00 og 08:00.
Kl. 08:00 er ekið frá hóteli á Manchester flugvöll. Flug FI 441 með Icelandair kl. 13:05 og lent kl. 14:50.
Hvað er innifalið
- Áætlunarflug með Icelandair KEF-MAN
- Áætlunarflug með Icelandair MAN-KEF
- Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
- Flugvallarskattar
- Gisting í 7 nætur með morgunverði
- 3 kvöldverðir
- Allur akstur samkvæmt dagskrá
- Nesti á göngudögum
- Ferjur
- Íslensk fararstjórn
- Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK
Ekki innifalið
- 4 kvöldverðir
- 3 hádegisverðir
- Drykkir með mat
- Ferðatryggingar
Snorri Guðmundsson
Margrét Snorradóttir
Algengar spurningar
Gönguleiðin í kringum Lake Windermere er að mestu á gróðursælum hlíðum og mikið gengið á skógarstígum, á milli er gengið á malbiki.
Það er ekki hægt að ganga hluta af dagleið en hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.
Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.
Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.
Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó.
Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.
Bakpoki – það nægir að koma með lítinn bakpoka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og regnföt/regnslá/léttur útivistarjakki.
Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með. Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.
Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.
Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá).
Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50. Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun.
Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þeir sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.
Sjúkraveski – Verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.
Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma og veski, vaðskó & sundföt (fyrir þá sem vilja fara út í Windermere vatnið), litla regnhlíf og góða skapið.
Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri (pund) í ferðina. Á flestum stöðum er hægt að nota kort, en ágætt að hafa með reiðufé t.d. þegar verið er að kaupa drykki. Ef þið eigið gjaldeyri heima (pund), þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla (bréfpeninga) þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla (plastseðla). Eins hafa einhverjir gestir náð að skipta gömlum seðlum á Keflavíkurflugvelli.
Burn How Garden er fjölskyldurekið hótel í stuttu göngufæri frá Windermere vatninu. Hótelið er frábrugðið flestum hótelum þar sem að öll herbergin eru staðsett fyrir utan aðalbygginguna. Í aðalbyggingunni er hugguleg setustofa, bar og morgunverðarsalur.
Herbergin eru snyrtileg, með verönd eða svölum, baðherbregi með sturtu/baði, öryggishólfi, sjónvarpi, skrifborði og te & kaffi aðstöðu.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.
Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.
Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.
Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.
Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.
Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.
Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.