Ganga 154 kílómetra til heiðurs Iðunni
Inga Geirsdóttir, meðeigandi Skotgöngu, í Skotlandi lagði af stað í 154 kílómetra göngu á fimmtudaginn ásamt eiginmanni og dóttur. Fjölskyldan gengur í minningu systur Ingu, Iðunnar Geirsdóttur, sem lést úr brjóstakrabbameini fyrir þremur árum. Með ferðinni safna þau áheitum til styrktar Göngum saman
„Fyrir þremur árum lést yngsta systir mín, Iðunn Geirsdóttir, úr brjóstakrabbameini, aðeins 47 ára, eftir margra ára baráttu. Okkur fjölskylduna hjá Skotgöngu langar því að leggja okkar af mörkum með því að safna fé til styrktar Göngum saman,“ segir Inga. Iðunn hefði orðið fimmtug í ár og til merkis um það ætlar fjölskyldan að fara með 50 steina sem þau eru búin að mála og skilja eftir á leiðinni.