Viðtal

Vilborg leiðir fólk um slóðir Auðar djúpúðgu

Frá Sonja Sif Þórólfsdóttir
10. oktober 2021

Rit­höf­und­ur­inn Vil­borg Davíðsdótt­ir er mik­ill aðdá­andi Skot­lands og nú í haust hef­ur hún farið með þrjá hópa af Íslend­ing­um í ferðir um Skot­land og Orkn­eyj­ar. Hug­mynd­in að ferðunum kviknaði í kjöl­far þess að hún sagði sögu land­náms­kon­unn­ar Auðar djú­púðgu á Sögu­lofti Land­náms­set­urs­ins í Borg­ar­nesi fyr­ir fullu húsi í tvo vet­ur en um hana hef­ur hún skrifað þrjár bæk­ur.

Ferðirn­ar eru á veg­um Skot­göngu, ferðaskrif­stofu hjón­anna Ingu Geirs­dótt­ur og Snorra Guðmunds­son­ar, en þau hafa boðið upp á ferðir um Skot­land og víðar und­an­far­in 15 ár.

„Ég kynnt­ist þeim í hóp­ferð til ytri Suður­eyja og hafði sam­band við þau um að skipu­leggja ferð. Það varð úr. Við fór­um tvær átta daga ferðir árið 2019 en þær voru aldrei aug­lýst­ar. Eft­ir eina færslu á Face­book seld­ist upp í þessi 98 sæti,“ seg­ir Vil­borg í viðtali við mbl.is.

Fyrstu tvær ferðirn­ar gengu vel og hófu þau Vil­borg, Inga og Snorri að skipu­leggja þrjár ferðir fyr­ir árið 2020. Miðarn­ir í þær seld­ust fljótt upp sömu­leiðis og voru 120 á biðlista en vegna heims­far­ald­urs­ins varð að fresta ferðunum.

„Við fór­um í all­ar þrjár ferðirn­ar núna í sept­em­ber á þessu ári, feng­um ljóm­andi fínt veður og þótt stöku sinn­um rigndi lét eng­inn það á sig fá,“ seg­ir Vil­borg en veðurfar í Skotlandi í sept­em­ber er svipað og má bú­ast við í ág­úst á Íslandi.

Í ferðinni er flogið til Glasgow á vest­ur­strönd Skot­lands, ekið með Loch Lomond og farið út í Suður­eyj­ar og Eyna helgu. Því næst er farið um skosku hálönd­in, að nyrsta odda meg­in­lands Bret­lands, yfir héruðin í norður frá In­ver­ness en ekki strönd­ina eins og al­geng­ast er.

„Eng­ar aðrar skrif­stof­ur skipu­leggja ferðir á þessa staði norður til Suður­lands og Kata­ness, né held­ur til eyj­anna.“ Ferðin er ekki göngu­ferð, held­ur er ferðast í rút­um og með ferj­um, og stoppað oft á leiðinni. Vil­borg seg­ir sögu Auðar sem ger­ist á 9. öld en Snorri seg­ir frá sögu Skot­lands á síðari tím­um, upp­reisn­um Jakobíta og átök­um á milli skoskra ætt­ar­velda.

Lesa meira