Dekurferð - Albir (11. okt)

Lengd ferðar

7 nætur

Sætafjöldi

30

Flugfélag

Icelandair

Kvennaferð

Dekurferð - Albir (11. okt)

11. - 18. oktober 2024
Fjölbreytt dagskrá fyrir þær vilja vera í skemmtilegum hópi kvenna og hafa gaman. Þar verður ýmislegt brallað s.s. skoðunarferðir, hannyrðahorn, léttar göngur, sundleikfimi, út á lífið, leikur og gleði. Þessi ferð er tilvalin fyrir konur á öllum aldri og eru stakar konur sérstaklega hvattar til að koma, taka þátt og mynda ný vinabönd.


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £1,675.00
Almennt verð Sölu verð £1,675.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £1,675.00
Almennt verð Sölu verð £1,675.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £1,675.00
Almennt verð Sölu verð £1,675.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)
Dekurferð - Albir (11. okt)

Ferðaáætlun

Skemmtun, sól & sæla á Albir

Flug FI584 með Icelandair kl. 16:25 og lent í Alicante kl. 22:55. Helga flýgur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á Alicante flugvelli. Þaðan er ekið á Albir Playa Hotel & Spa****.

4 tímar & 30 mín
1 tími

Kynning á hóteli og síðan er boðið upp á göngu um svæðið. Rölt er á verslunargötuna í Albir og niður að strönd. Þar er hægt að setjast í drykk eða hádegisverð áður en farið er aftur heim á hótel.

Í sundlaugargarðinum verður í boði vatnsleikfimi, teygjur og slökun fyrir þær sem vilja. Síðan verður hópnum skipt upp í létt og skemmtilegt hópaverkefni.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Gengið frá hóteli á sunnudagsmarkaðinn og þar er frjáls tími til að skoða sig um og versla. Markaðurinn er opinn frá 10:00- 14:00.

Eftir það er gengið niður að strönd og þar verður boðið upp á sjósund fyrir þær sem vilja. Eins verður í boði strandganga fyrir áhugasamar (4 km).

Seinnipartinn verður hannyrðahorn/ samverustund á hótelinu.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Ekið frá hóteli að Klein-Schreuder Sculpture Garden sem er fallegur garður með 36 skúlptúrum og ýmsum miðjarðarhafs plöntum.

Eftir það stoppum við í prjónabúð fyrir þær sem hafa áhuga á að skoða garn og uppskriftir og síðan er ekið Altea og þar verður frjáls tími að skoða sig um og fá sér hádegisverð.

Seinnipartinn verður boðið upp á vatnsleikfimi, teyjur & slökun í sundlaugargarðinum, hannyrðahorn og frjálsan tíma.

Frjáls tími – njótið dagsins!

Tilvalið að nýta sér aðstöðuna á hótelinu og skella sér í SPA eða nudd, liggja í sólbaði, lesa, prjóna eða versla. Eins er hægt að taka leigubíl til Benidorm sem er oft kölluð New York Evrópu eða í verslunarmiðstöðina Centro Comercial La Marina.

Í dag verður í boði bæði ganga og sjósund. Gangan að El Faro vitanum eru 9 km alls en hægt er að ganga hluta af leiðinni og snúa við hvenær sem er. Frá vitanum er gríðarlega fallegt útsýni.

Þegar heim er komið verður vatnsleikfimi, teygjur & slökun og eins verður hannyrðahornið/ samverustundin á sínum stað.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Lagt er af stað með rútu til Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Í þorpinu er frjáls tími og tilvalið að skoða sig um, fá sér hádegisverð og kíkja í söfn.

Þegar heim er komið verður í boði vatnsleikfimi og hannyrðahorn og um kvöldið verður síðan fordrykkur og skemmtidagskrá á hótelinu. Þema kvöldsins er BLEIKT.

Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli og tékkað út af herbergjum rétt fyrir brottför. Kl. 20:00 er ekið frá hóteli til Alicante flugvallar. Flug FI585 kl. 23:50 og lent kl. 02:35 (+1).

1 tími
4 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair KEF-ALC
 • Áætunarflug með Icelandair ALC-KEF
 • Ein taska hámark 23kg 10kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gistingar með morgunverði í 7 nætur
 • 7 kvöldverðir (vín og vatn með mat)
 • Allur akstur skv. dagskrá
 • Aðgangseyrir í Sculpture Garden
 • Vatnsleikfimi og sjósund
 • Íslensk fararstjórn
 • Skattar og tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir
 • Ferðatryggingar
 • Þjórfé fyrir bílstjóra
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Helga Unnarsdóttir

Helga er Eskfirðingur en býr nú í Reykjavík. Hún er íþróttakennari að mennt og einnig leirkerasmiður sem hvort tveggja kemur að góðu gagni í ferðunum okkar.

Helga hefur verið með okkur í Skotgöngu frá árinu 2007, en þá kom hún með í hópferð sem „hali“ á göngu upp skosku Hálöndin. Henni þykir fátt betra en að vera í góðum hópi kvenna, að leika saman og hafa gaman.

Algengar spurningar

Þó við getum aldrei treyst á veðrið þá er meðalhitinn á Albir um 19° í október.

Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds.

Þær sem ferðast saman geta fengið þríbýli en athugið að þriggjamanna herbergi á hótelinu þá eru tvö rúm og svefnsófi. Þó svefsnsófinn er ágætur að sofa á, þá verður mjög lítið pláss í herberginu þegar rúmið er tekið út.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.