Great Glen Way (5. júl)

Lengd ferðar

8 nætur

Erfiðleikastuðull

Krefjandi

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Great Glen Way (5. júl)

5. - 13. júlí 2024
Gengið framhjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness, sem er nyrsta borg Skotlands og höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingarleiðinni Calendonian Canal, en smíði hennar þykir eitt mesta verkfræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi.

Skrá á póstlista


Takk fyrir skráninguna!

Villa kom upp - vinsamlegast reyndu aftur

Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)
Great Glen Way (5. júl)

Ferðaáætlun

125 km löng gönguleið frá Fort William til Inverness

Flug FI430 með Icelandair klukkan 10:15 til Glasgow. Lent klukkan 13:30 og frá flugvelli er ekið til Fort William, sem er 10.000 manna bær við rætur Ben Nevis (hæsta fjall Bretlandseyja) í Hálöndum Skotlands. Gist er á Alexandra Hotel í Fort William fyrstu 2 næturnar.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

2 tímar & 15 mín
3 tímar

Þessi dagur er þægilegur í göngu. Gengið að Inverlochy kastala (byggður 1260) og hann skoðaður. Síðan gengið að Neptune's Staircase skipastiganum og áfram upp með Caledonian Canal til Gairlochy. Þaðan er keyrt aftur til Fort William (ca. 30 mín).

Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Fort William.

19,5 km
hækkun 73 m/ lækkun 47 m

Ekið frá Fort William til Gairlochy. Gengið frá Gairlochy til South Laggan. Frekar létt ganga þennan daginn meðfram Loch Lochy vatninu. Keyrt frá South Laggan til Fort Augustus þar sem gist verður næstu 2 nætur. Gist er á tveimur gististöðum í Fort Augustus - Loch Ness Guest House og Lorien House.

Sameiginlegur kvöldverður.

20 km
hækkun 311 m/ lækkun 303 m

Ekið frá Fort Augustus til South Laggan (ca. 30 mín). Gengið meðfram Loch Oich vatni í skóglendi áleiðis til Fort Augustus.

Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Fort Augustus.

19 km
hækkun 288 m/ lækkun 309 m

Um morguninn gefst kostur á að fara í siglingu um Loch Ness áður en lagt er af stað í gönguna. Hér er gengið meðfram Loch Ness - á þessari dagleið má sjá einu eyjuna á vatninu (Cherry Island) sem er reyndar örsmá. Gengið í skógi áleiðis til Invermoriston, sem er lítill bær við Loch Ness. Gist er á Glenmoriston Arms Hotel.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

12,5 km
hækkun 514 m/ lækkun 488 m

Áfram er þrammað meðfram Loch Ness - á þessari dagleið er mjög gott útsýni yfir Great Glen. Áningarstaður þennan daginn er Drumnadrochit, sem er vinalegur bær og þar er hægt að kynna sér sögu Nessie (Loch Ness skrýmslisins). Örstutt frá bænum er hinn stórkostlegi Urquhart kastali sem upphaflega var byggður 1250. Gist er á Loch Ness Inn í Drumnadrochit.

Sameiginlegur kvöldverður.

21,5 km
hækkun 694 m/ lækkun 709 m

Í dag er lagt í lokaáfanga leiðarinnar. Þetta er lengsti dagur göngunnar en að sama skapi afskaplega skemmtilegur - hér er hæsti punktur leiðarinnar sem býður upp á stórkostlegt útsýni. Á lokakaflanum er gengið frá Loch Ness til Inverness, höfuðborgar Hálandanna. Gangan endar við Inverness kastala. Gist er á Premier Inn, Millburn Road í Inverness.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

32,5 km
hækkun 570 m/ lækkun 582 m

Um morguninn er farið með rútu frá Inverness til Glasgow. Gist í miðborg Glasgow.

Frjáls dagur og kvöld í Glasgow.

3 & 1/2 tími

Ekið frá hóteli upp á Glasgow flugvöll. Flug FI431 með Icelandair frá Glasgow kl. 14:25 og lent kl. 15:45.

2 tímar & 20 mín

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair KEF-GLA
 • Áætunarflug með Icelandair GLA-KEF
 • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gistingar með morgunverði í 8 nætur
 • Allur akstur skv. dagskrá
 • Nesti á göngudögum
 • Kvöldverður í Inverness
 • Farangursflutningur (1 taska – max 20 kg)
 • Kort af leið
 • Íslensk fararstjórn
 • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • Ferðatryggingar
 • 7 kvöldverðir
 • Hádegisverður í Glasgow
 • Sigling á Loch Ness (valfrjálst)
 • Þjórfé fyrir bílstjóra
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Göngustígarnir eru að mestu á malarstígum meðfram kanalinum og á skógarstígum meðfram vötnum (Loch Lochy, Loch Oich og Loch Ness). Inn á milli er gengið á malbiki.

Það er ekki hægt að ganga hluta af dagleið en hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni. Þá er t.d. hægt að skoða sig um og ganga á eigin vegum, leigja sér hjól og hjóla meðfram kanalinum eða heimsækja Urquhart kastala svo eitthvað sé nefnt.

Gönguskór – best er að vera í gönguskóm með góðum öklastuðning. Utanvegarhlaupaskór gætu einnig hentað þeim sem eru vanir að ganga í slíkum. Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.

Bakpoki – það nægir að koma með 25l bakpoka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn, nesti og regnföt.

Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með stafi þá mælum við með að taka þá með.  Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.

Gist er á hótelum og minni gistihúsum í ferðinni. Á öllum gististöðum eru baðherbergin með sturtu/baði, sjónvarpi, hárblásara og te & kaffi aðstöðu. Á flestum stöðum er frítt internet en athugið að í Hálöndunum getur netsamband verið slakt. Ekki er alltaf netsamband á herbergjum en yfirleitt í öllum lobbíum.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.