Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)

22. - 29. júní 2025

South Western Coastal Path er lengsta merkta gönguleið í Englandi (1.014 km). Þessi gönguleið er af mörgum talin sú besta í Englandi og þó víðar væri leitað. Gengnir eru valdir kaflar af þessari leið í Cornwall, Devon og Dorset. Farið verður á slóðir Doc Martin og Poldark, heimsækjum St Michaels Mount, Land's End og hið einstaka útileikhús Minack Theatre svo eitthvað sé nefnt. 


Herbergi

Verð fyrir tvo með flugi

Almennt verð £3,970.00
Almennt verð Sölu verð £3,970.00
Innáborgun: £600.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £3,970.00
Almennt verð Sölu verð £3,970.00
Innáborgun: £600.00


Farþegi 1
Farþegi 2
Almennt verð £3,970.00
Almennt verð Sölu verð £3,970.00
Innáborgun: £600.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)
Cornwall, Devon & Dorset (22. jún)

Ferðaáætlun

Gönguferð í Cornwall, Devon og Dorset

Flug FI450 kl. 07:40 með Icelandair til London Heathrow. Lent kl. 11:45 og við tekur akstur til St Ives, Cornwall þar sem gist verður á Tregenna Castle Hotel í 2 nætur.

5 tímar
Kvöldverður

St Ives er afar fallegur og vinsæll sjávarbær á vesturströnd Cornwall. Margir listamenn hafa alið manninn í St Ives, og þar má finna útibú frá hinu heimsfræga Tate safni, Tate St Ives.

Gengin er hringleið frá hóteli, meðfram bóndabæjum og ökrum og síðan til baka meðfram ströndinni. Eftir göngu er boðið upp á hádegisverð í við ströndina. Síðan er frjáls tími í St. Ives.

12 km - hækkun 189 m/ lækkun 273 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Eftir morgunverð er tékkað út af hótelinu í St Ives, og ekið í ca. hálftíma til Cape Cornwall þar sem gangan hefst. Gengið er meðfram stöndinni á malar- og moldarstígum, upp og niður víkur og á grófum steinum. Gangan endar í Land's End.

Land's End er eitt þekktasta kennileiti Bretlands. Frjáls tími þar og kjörið að láta taka mynd af sér við hið fræga Lands End skilti. Þar er einnig að finna gjafavöruverslanir og veitingastaði. Á góðum degi er útsýni yfir til Scilly eyjar, sem er staðsett 45 km vestur af stöndinni.

Eftir það er ekið til Penzance þar sem gist er næstu 2 nætur á The Longboat Inn.

11 km - hækkun 305 m/ lækkun 280 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið frá gististað í ca. 30 mínútur til Land's End þar sem næsti hluti göngunnar hefst. Gengið er ákaflega fallega leið til Treen.

Áfram er gengið meðfram ströndinni, í gegnum lítið þorp Porthgwarra og síðan til Porthcurno. Þar munum við skoða hið einstaka Minack útileikhús sem er byggt í stórbrotnu landslagi á klettóttri ströndinni.

Eftir heimsókina þar er gengið í ca. 2 km til Treen, þar sem gangan endar. Þaðan ökum við til Marazion. Skammt undan ströndinni er St Michaels Mount, lítil eyja sem hægt er að ganga út í á fjöru. Gengið/ siglt út í eyjuna og kastalinn þar skoðaður.

11 km – hækkun 293 m/ lækkun 258 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Í dag er ekið til Torquay með viðkomu í Port Isaac.

Port Isaac er heillandi fiskiþorp á norðurstönd Cornwall, frægt fyrir að vera sögusvið Doc Martin sjónvarpsþáttanna sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Boðið verður upp á gönguferð um bæinn í fylgd heimamanns, sem mun fræða okkur um sögu bæjarins og allt sem þið viljið vita um Doc Martin þættina. Að loknum göngutúrnum verður sameiginlegur hádegisverður.

Við ökum síðan sem leið liggur til Torquay sem er vinsæll ferðamannastaður á Ensku Riverunni í Devon. Þar munum við gista á Grand Hotel næstu 2 nætur.

3 tímar
Hádegis- & kvöldverður

Gengið meðfram strandlengjunni frá Torquay til Brixham, sem er fallegur fiskibær. Boðið verður upp á hádegisverð í bænum á vinsælum sjávarréttarstað. Síðan er frjáls tími í bænum til að skoða sig um áður en ekið er heim á hótel. Frjáls eftirmiðdagur og kvöld.

12 km – hækkun/lækkun 250 m
Hádegisverður

Ekið til Lulworth Cove, sem er smábær við fallega vík í Dorset. Við byrjum á því að ganga saman um bæinn og eftir það er frjáls tími. Þeir sem vilja geta gengið til/frá Durdle Door og aðrir geta farið á siglingu að klettunum. Frjáls tími í hádegisverð og tilvalið að fá sér Cream Tea á einum af veitingastöðum sem þar eru að finna.

Eftir það er ekið til Sailsbury, þar sem gist er síðustu nóttina á Red Lion Hotel.

3 & ½ tími
Kvöldverður

Ekið til Heathrow flugvallar. Flug FI451 með Icelandair klukkan 13:05 og lent í Keflavík klukkan 15:15.

1 & ½ tími
3 tímar & 10 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-LHR
  • Áætunarflug með Icelandair LHR-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Gistingar með morgunverði í 7 nætur
  • Allur akstur samkv. dagskrá
  • 6 kvöldverðir
  • 2 hádegisverðir á veitingastöðum
  • 3 hádegisnesti
  • Gönguferð með heimamanni í Port Isaac
  • Aðgangseyrir St Michael‘s Mount kastala
  • Aðgangseyrir Minack Theatre
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 1 kvöldverður
  • 3 hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Bátsferð að Durdle Door
  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Margrét Snorradóttir

Margrét, eða Magga eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún fluttist til Skotlands árið 2010 og lauk prófi í ferðamálafræði frá Glasgow háskóla. Í dag sér hún um rekstur Skotgöngu ásamt foreldrum sínum, þeim Ingu og Snorra.

Ferðaþjónusta á hug hennar og hjarta. Þau Gary Arthurs, eiginmaður hennar, reka jafnframt fyrirtækið Caledonian Chauffeur Travel sem býður hágæða sérferðir um Skotland fyrir 2-7 farþega.

Fararstjóri

Inga Heiðars

Inga er alin upp í Fljótunum en býr nú á Hellu. Hún er grunnskólakennari og starfar við það ásamt þjálfun í blaki og líkamsrækt. Hún hefur alla tíð verið sjúk í allskonar útivist og hefur undanfarin ár verið mikið í gönguferðum bæði á Íslandi og með Skotgöngu erlendis. Hún veit fátt betra en góða göngu með góðu nesti og gleði í bakpokanum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er júní oftast besti mánuðurinn fyrir gönguferðir í Cornwall, Devon og Dorset. Í þessum mánuði er almennt hlýtt (16-21°) og að meðaltali 7 sólarstundir á dag.

Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó. Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.

Bakpoki – það nægir að koma með lítinn bakpoka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og nesti á þeim göngudögum sem ekki er endað í hádegisverð á veitingastað. Í rigningu bætast við regnföt og þá er eins gott að vera með pokahlíf fyrir bakpokann.

Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með stafi þá mælum við með að taka þá með.  Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.

Gönguleiðin er meðfram strandlengju þar sem farið er upp og niður víkur á fjölbreyttum göngustígum. Undirlagið er aðallega mold og möl og stundum er gengið á grasi, malbiki, smáu grjóti og einstaka sinnum í stórgrýti.

Á flestum dagleiðum er hægt að ganga hluta af leiðinni og eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.