Costa Brava (28. maí)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Costa Brava (28. maí)

28. maí - 4. júní 2025

Costa Brava er þekkt fyrir fallegar srandlengjur, með fallegum litlum sjávarþorpum og bíður svæðið upp á stórkostlegar gönguleiðir.

Í ferðinni munum við m.a. heimsækja borgina Girona sem er talinn vera falinn fjársjóður Spánar með öllum sínum fallegu byggingum og söfnum.

Við blöndum saman göngu og menningu og gistum við bæði á suður hluta Costa Brava og eins á norður hlutanum við landamæri Frakklands. 


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £2,040.00
Almennt verð Sölu verð £2,040.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,040.00
Almennt verð Sölu verð £2,040.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,040.00
Almennt verð Sölu verð £2,040.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)

Ferðaáætlun

Göngur, skemmtun, sól & sæla á Costa Brava

Flug FI596 með Icelandair frá Keflavík kl. 08:25 og lent í Barcelona kl. 14:40. Fararstjórar taka á móti hópnum á Barcelona flugvelli og keyrt er til La Costa þar sem gist er fyrstu 4 nætur.

4 tímar & 15 mín
2 tímar

Ekið frá hóteli til Pertallada. Þar mun innlendur fararstjóri segja okkur frá þorpinu áður en gengið er til Pals. Frjáls tími í Pals áður en gengið er heim á hótel. Hægt er að stytta gönguna um 7 km og taka leigubíl á hótelið.

13 km
Kvöldverður

Rúta frá hóteli til Begur. Gengið upp að kastalanum og síðan til baka á hótelið. Gengið er niður að stöndinni og meðfram strandlengjunni á góðum stígum og tröppum og er síðasta spölinn gengið á ströndinni. Hægt er að taka leigubíl frá Sa Riera fyrir þá sem vilja stytta gönguna um 3,5 km.

12 km – hækkun 258 m
Kvöldverður

Ekið að upphafstað göngu. Gengið er á fjölbreyttum stígum, framhjá nokkrum víkum sem eru hver annarri fegurri. Gengið að hluta í flæðarmálinu og hægt er að skella sér í fótabað eða sund í sjónum. Frjáls tími í Palafrugell eftir göngu og ekið heim á hótel.

12 km - hækkun 200 m
Kvöldverður

Ekið til Girona og þar er frjáls tími til að skoða sig um og fara í hádegisverð. Eftir það er ekið til Roses þar sem gist er síðustu 3 nætur ferðarinnar.

2 & ½ tími
Kvöldverður

Ekið frá hóteli að Cala Monjoi þar sem ganga hefst.  Þetta er dásamleg gönguleið í fjölbreyttu umhverfi, meðfram ströndinni og upp á hæð þar sem er gríðarlega fallegt útsýni yfir Cadaqués.

Cadaqués er einstaklega fallegur bær við höfnina með tignarlegum byggingum hvert sem litið er. Þar var m.a. sumarleifisstaður Salvador Dalí sem er safn í dag. Frjáls tími í bænum og ekið þaðan heim.

10 km - hækkun 300 m
Kvöldverður

Frjáls dagur en boðið er upp á göngu meðfram strandlengjunni til Roses fyrir þau vilja.

Eftir það er hægt að rölta um bæinn eða skella sér til Figurers en en þar er m.a. að finna safn Salvador Dalí (Dalí Theatre and Museum). Það tekur um 30 mínútur í leigubíl aðra leiðina til Figueres.

5 km
Kvöldverður

Rúta til Barcelona flugvallar kl. 09:30. Flug FI597 með Icelandair kl. 15:45 og lent kl. 18:20.

2 & 1/2 tími
4 tímar & 35 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-BCN
  • Áætlunarflug með Icelandair BCN-KEF
  • Ein taska hámark 23kg &10kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 7 kvöldverðir - vín & vatn með mat
  • Nesti á göngudögum
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Íslensk fararstjórn
  • Ferðamannaskattur
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 2 hádegisverðir
  • Leigubílar (ef einhver vill stytta göngur)
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðar leiðsögumanns
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Geirsdóttir

Kristín hefur verið partur af Skotgöngu frá upphafi. Hún er Eskfirðingur og litla systir Ingu, sem er einn af eigendum Skotgöngu.

Kristín flutti til Reykjavíkur til að mennta sig og þaðan til Svíþjóðar þar sem hún hefur búið síðan 1997 og starfar sem lyfjatæknir.

Hún er mikill göngugarpur, fer flestar ferða sinna á tveimur jafnfljótum og þykir ekki slæmt að fá að vera aðstoðarmaður stóru systur í hinum ýmsu ferðum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok maí/ byrjun júní oftast frábær tími fyrir gönguferðirá Costa Brava. Að meðaltali er hámarkshiti yfir daginn 23°.

Það er hægt að ganga hluta af tveimur dagleiðum. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

La Costa Golf & Beach Resort (4 nætur) - Fjögurra stjörnu gisting á suður-hluta Costa Brava.

Almadraba Park Hotel (3 nætur) - Fjögurra stjörnu gisting á norður-hluta Costa Brava.

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þau sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Þar sem um hópbókun er að ræða þurfa allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug að fara í gegnum Skotgöngu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.