Við skiptum erfiðleikastigum í þrjá flokka - auðveld, miðlungs og krefjandi. Vinsamlegast athugið að flokkun gönguleiða er aðeins til viðmiðunar og getur t.a.m. veður breytt erfiðleikastuðli á göngu.
Auðveld
Léttar og stuttar dagleiðir frá 1-10 km. Mest gengið á jafnsléttu og með lítinn bakpoka eða mittisbuddu og vatnsbrúsa.
Miðlungs
Dagleiðir frá 4-20 km, oft í hæðóttu landslagi. Gestir þurfa að vera í nokkuð góðu formi. Þátttakendur þurfa að vera með bakpoka fyrir vatn, sólarvörn, regnfatnað og nesti (nema á þeim dagleiðum þar sem hádegisverður er á veitingastað).
Krefjandi
Langar dagleiðir frá 12-32 km, í hæðóttu landslagi. Þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun og vera með bakpoka fyrir vatn, sólarvörn, regnfatnað og nesti (nema á þeim dagleiðum þar sem hádegisverður er á veitingastað).