Windermere Way (1. júl)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Windermere Way (1. júl)

1. - 8. júlí 2025

Windermere Way er stórfengleg gönguleið í kringum Lake Windermere, stærsta stöðuvatn Englands, í hjarta Vatnahéraðsins (Lake District).

Vatnahéraðið er í fjalllendi í norðvesturhluta Englands og nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna og útivistarfólks, enda af mörgum talið fegursta svæði landsins. Þar er að finna hæstu fjöll og stærstu og dýpstu vötn Englands. 


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £2,142.00
Almennt verð Sölu verð £2,142.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,142.00
Almennt verð Sölu verð £2,142.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,142.00
Almennt verð Sölu verð £2,142.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)

Ferðaáætlun

Gönguferð í kringum Lake Windermere

Flug FI 430 kl. 10:10 með Icelandair til Glasgow og lent kl. 13:25. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum og við tekur akstur til Bowness-on-Windermere. Gist er á Burn How Garden House allar nætur ferðarinnar.

3 tímar
Kvöldverður

Gengið að ferjuhöfninni við Bowness. Siglt þaðan yfir þvert vatnið til Ferry House. Þaðan er gengið til Lakeside sem er við suðurenda vatnsins. Þetta er þægileg dagleið þar sem er að mestu gengið við vatnið. Eftir göngu er hægt að fá sér drykk áður en við ökum til baka á hótelið.

12 km – hækkun/ lækkun 180 m
Hádegisnesti

Ekið til Gummers How við suðurenda Lake Windermere. Þaðan göngum við til Bowness. Gengið er í gróðursælum hlíðum, mest gengið á skógarstígum og er seinasti spölurinn í nálægð við vatnið. Þar má sjá mikið af glæsilegum húsum og blómaskreyttum görðum Bowness.

12 km – hækkun 189 m/ lækkun 342 m
Hádegisnesti

Gengið frá hóteli til Windermere sem er stærsti bærinn við vatnið. Þaðan höldum við til Orrest Head, sem er stórkostlegur útsýnisstaður yfir vatnið. Eftir það er gengið um fagurgrænar sveitir til Ambleside. Fáum okkur drykk á sveitakrá áður en við siglum til baka til Bowness.

13 km – hækkun 372 m/ lækkun 379 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Gengið frá hóteli niður á ferjuhöfnina. Þaðan er ekið til Ambleside og göngum þar upp Loughrigg Fell og niður til Skelwith Bridge. Eftir nestisstopp tökum við síðasta áfangann í að loka Windermere Way hringnum til Ferry House þar sem við tökum ferjuna yfir til Bowness.

18 km - hækkun/lækkun 300 m
Hádegisnesti

Ekið til Grasmere þar sem lokagangan í ferðinni hefst. Gengið til Ambleside þar sem fólk hefur síðan frjálsan tíma í þeim fallega bæ áður en haldið er heim á hótel.

7 km - hækkun 200 m/ lækkun 120 m
Hádegisnesti

Það ætti engum að leiðast á frjálsum degi Bowness. Hægt er að skella sér í vatnið og synda, kíkja í verslanir, heimsækja Betrix Potter, Holehird blómagarðinn eða bara hafa það huggulegt á hótelinu  Einnig er hægt að fara í dagsferðir í nærliggjandi bæji s.s. Kendal og Keswick.

Kvöldverður

Ekið frá hóteli á Manchester flugvöll. Flug FI 441 með Icelandair kl. 13:05 og lent kl. 14:50.

2 tímar
2 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-GLA
  • Áætlunarflug með Icelandair MAN-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 3 kvöldverðir
  • Allur akstur samkvæmt dagskrá
  • Nesti á göngudögum
  • Ferjur
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • 4 kvöldverðir
  • 3 hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Ferðatryggingar
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur, en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Gönguleiðin í kringum Lake Windermere er að mestu á gróðursælum hlíðum og mikið gengið á skógarstígum, á milli er gengið á malbiki.

Það er ekki hægt að ganga hluta af dagleið en hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri (pund) í ferðina. Á flestum stöðum er hægt að nota kort, en ágætt að hafa með reiðufé t.d. þegar verið er að kaupa drykki.

Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.