Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)

Lengd ferðar

7 nætur

Sætafjöldi

30

Flugfélag

Icelandair

Kvennaferð

Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)

5. - 12. nóvember 2024

Fjölbreyttar og allskonar upplifanir, skemmtileg og uppbyggjandi dagskrá. Vandað lífsgæðanámskeiði Kristínar Lindu, sálfræðings, fyrrum ritstjóra Húsfreyjunnar og skemmtilegar göngu- og skoðunarferðir með hinum glaðværa fararstjóra, Ingu Geirs.

Puerto de la Cruz hefur endalaust upp á eitthvað að bjóða, fallegar þröngar götur með fagurlega máluðum húsum í öllum regnbogans litum. Hvergi er skemmtilegra að fara á kvöldrölt en í gamla bænum og meðfram strandlengjunni með sinni svörtu náttúrulegu strönd. 

Skrá á póstlista


Takk fyrir skráninguna!

Villa kom upp - vinsamlegast reyndu aftur

Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)
Upplifun á Norður Tenerife (5. nóv)

Ferðaáætlun

Gleðistundir og hamingjuráð á Puerto de la Cruz

Flug FI580 með Icelandair kl. 08:40 og lent á Tenerife kl. 14:05. Kristín Linda kemur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á Tenerife flugvelli. Þaðan er ekið á Hotel AF Valle Orotava**** í Puerto de la Cruz.

Kl. 18:00 er kynningarfundur á barnum.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

5 tímar & 25 mín
1 tími

Eftir morgunverð kl: 9.30 – 12.30 verður fræðslustund/námskeið með Kristínu Lindu: Jákvæð sálfræði, hagnýt hamingjuráð, skemmtileg kynni og samvera, að njóta sín í ferðinni og lífinu!


Eftir hádegi býður Inga upp á kynningargöngu um svæðið. Gengið er frá hóteli og að gamla bænum sem er fallegur með sínum einstaka stíl og karakter.


Síðan er frjáls tími og tilvalið að vera eftir í bænum, hafa gaman saman, kíkja í búðir og fá sér drykk á einhverjum af þeim heillandi stöðum sem þar eru.

Við byrjum á að aka í ca. 20 mínútur til La Orotava dalsins. Þar munum við skoða gamalt höfðingjasetur og eftirminnilegt handiðnaðarsafn en þar inni er m.a. að finna handverk frá eyjunni, bæði bróderý og útskorin húsgögn.

Síðan ökum við í ½ tíma til Icod de los Vinos. Þar bíður okkar stórkostleg upplifun því við heimsækjum Drago Buterfly Garden, lifandi og vinsælt fiðrildasafn með meira en 800 fiðrildum frá öllum heimshornum. Eftir það er frjáls tími og til dæmis hægt að skoða hið mikilfenglega El drago, sem er talið vera elsta drekatré í heimi, njóta samveru og veitinga á veitingastöðum.

Eftir morgunverð, kl: 9.30 – 12.30 verður fræðslustund/námskeið með Kristínu Lindu: Hagnýt hamingjuráð og sálfræði, fegurð, flæði, fögnuður og fleira gott.

Eftir hádegisverð tekur Inga við og gengið er í grasagarðinn Jardín Botánico, Frjáls tími til að skoða sig um garðinn, setjast í drykk á veitingastað til hliðar við garðinn og/eða kíkja í verslanir. Upplifum fegurðina og njótum!

Á leiðinni til baka er stoppað við litríkar tröppur sem voru málaðar til heiðurs Agatha Christie. Hver trappa táknar einn af bókakjölum bóka hennar en Agatha hreifst mjög af Puerto de La Cruz, þegar hún kom þangað 1927. Algjört ljósmyndatækifæri!

Frjáls eftirmiðdagur. Tilvalið að nýta sér aðstöðuna á hótelinu, leggjast í sólbað á efstu hæð hótelsins eða fara í SPA. Eins er hægt að fara í Lago Martiánez sem er fallegur sundlaugargarður við sjóinn.

Hægt er að slappa af á hótelinu, rölta um bæinn eða heimsækja Loro Parque sem hefur oft verið valinn besti dýragarður í heimi. Það er upplifun að fara í dýragarðinn sem er rétt hjá og öðruvísi að fara bara sem fullorðin án barna. Velja sér algjörlega það sem heillar hverja og eina mest og staldra þar við og njóta í rólegheitunum.

Boðið verður upp á göngu með fararstjóra fyrir hádegi á flóamarkaðinn el Rastro sem er opinn alla laugardaga fyrir þær sem vilja. Það er spennandi upplifun að gramsa, skoða og finna eitthvað eitt eða tvennt sem heillar og gaman er að.

Eftir morgunverð, kl: 9.30 – 12.30 verður fræðslustund/námskeið með Kristínu Lindu: Allskonar gagnlegt um lífsgæði og betri líða. Eftir það er frjáls tími, tilvalið að taka leigubíl í ca. 15 mínútur til Centro Comercial La Villa en þar er að finna úrval verslana eða njóta lífsins á hótelinu.

Seinnipartinn er gengið niður að strönd og til gamans höfum við hvítt þema, Hvítu gyðjurnar. Það skapar skemmtilega stemmingu og auka upplifun að ganga allar saman í okkar hvítustu fötum um bæinn og á svörtu ströndina og þar tökum við myndir, hver af annarri og af hópnum, fjör og gleði.

Skoðunarferð til La Lagauna, gömlu höfuðborgar Tenerife. Við byrjum á því að aka í ca. 40 mínútur og við tekur frjáls tími í bænum í 3 tíma og þá er hægt að skoða sig um og fara í hádegisverð.

Það er upplifun að heimsækja La Lagauna sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Einstaklega fallegur bær með litríkum húsum. Þar er eins að finna mikið af söfnum svo sem Museo de Historia sem er safn um sögu Tenerife.

Kjólakvöld – gleði – kærleikur og samvera: Sameiginlegur kvöldverður í bænum.

Frjáls dagur fram að brottför. Kl. 11:00 er ekið frá hóteli til Tenreife flugvallar. Flug FI581 kl. 15:05 og lent kl. 20:35.

1 tími
5 tímar & 30 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-TFS
  • Áætlunarflug með Icelandair TFS-KEF
  • Ein taska hámark 23kg & 10kg handfarangur
  • Flugvallaskattar
  • Gistingar með morgunverði í 7 nætur
  • 6 kvöldverðir á hóteli
  • Kvöldverður á veitingastað
  • Allur akstur samkv. dagskrá
  • Fræðslustundir í sal á hóteli
  • Aðgangseyrir í heimilisiðnaðarsafnið
  • Aðgangseyrir í fiðrildasafnið
  • Aðgangseyrir í grasagarðinn
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Ferðatryggingar
  • Þjórfé fyrir bílstjóra í skoðunarferðum
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Linda Jónsdóttir

Kristín Linda er sálfræðingur á eigin sálfræðistofu Huglind í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um hvernig fólk getur bætt líðan sína, lífsgæði, heilsu og hamingju.

Hún byggir á nýjustu sálfræðilegri þekkingu og námskeiðin hennar eru þekkt fyrir að vera bæði efnismikil og hagnýt og lífleg og skemmtileg. Hún er reyndur sálfræðingur, kemur úr Þingeyjarsýslu en býr í Grindavík og var í 20 ár ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar.

Algengar spurningar

Veðurfar fyrir norðan er oft á mildara og að margra mati þægilegra loftslag þar sem meðalhiti er í kringum 16- 21 stig á daginn yfir vetrar mánuðina.

Hægt er að framlengja ferðina og njóta sólinarinnar á suðurhlutanum en þar er hitastig jafnt allan ársins hring með hita um 20- 22 gráður.

Hotel AF Valle Orotava er fjögurra stjörnu gisting í hjarta Puerto de la Cruz.

Hótelið er nýuppgert með veitingastað, börum og sundlaug á þaki hótelsins með stórkostlegu útsýni yfir bæinn.

Herbergin eru rúmgóð, með ísskáp, sjónvarpi, skrifborði og fataskáp. Öll herbergin eru með svalir og sér baðherbergi með sturtu og hárblásara.

Ókeypis WiFi og reglulega er skemmtidagskrá á hótelbarnum á kvöldin.

Því miður er ekki hægt að fá þriggjamanna herbergi í þessari ferð en hægt að biðja um herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.